Forritun í Unity 3D

3D forritun
Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Annað, Sköpun, Tölvur
Tímabil: 
júní 2018
Aldur: 
12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Viltu læra að búa til þrívídd­ar­tölvu­leik?
Þú lærir grunn­atriði for­rit­unar og prófar þrívídd­ar­um­hverfi. For­ritið er frítt á netinu svo þú getur haldið áfram að læra eftir nám­skeiðið.

Markmið nám­skeiðsins er að kynna for­ritun með notkun Unity3D umhverf­isins. Þátt­tak­endur kynnast grunn­atriðum for­rit­unar og jafn­framt æfast þeir í að vinna í þrívídd­ar­um­hverfi. Eftir nám­skeiðið munu þátt­tak­endur hafa búið til ein­faldan þrívídd­ar­tölvu­leik.

Unity3D hefur gert for­ritun og tölvu­leikjagerð aðgengi­legri en áður og fara vin­sældir þess sívax­andi.

For­ritið er frítt til einka­nota svo þátt­tak­endur geta haldið áfram að auka kunn­áttu sína eftir að nám­skeiði lýkur.

Tölvur eru á staðnum.

Leiðbeinandi: Karl Ágústsson

Námskeiðsgjald: 19.900 kr.

Staðsetning: Tækniskólinn Háteigsvegi

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 7. maí 2018 - 13:58