Forritun: grunnur

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sköpun, Tölvur
Tímabil: 
september 2019, október 2019, nóvember 2019, desember 2019
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára
Frístundakort: 

Um námskeiðið

Á námskeiðinu er farið í gegnum grunnatriði forritunar með notkun þrívíðs „drag and drop“ umhverfis (Alice), hugarkorta og söguborða. Með því að nota þetta umhverfi er hægt að forðast  flóknar villur og þátttakendur geta því einbeitt sér að því sem skiptir máli á þessu stigi, það er, að ná hugsuninni á bak við forritun.

Tölvuhrekkir verða einnig teknir fyrir þar sem farið er í nokkra meinlausa hrekki til að kynna nemendum fyrir ábyrgri og öruggri tölvu- og internetnotkun. 

11-16 ára: Kafað er dýpra í heim forritunar með eldri nemendunum og farið yfir í Java forritun eftir að undirstöðuatriði hafa verið kynnt og myndræn sýn hefur mótast af uppbyggingu forrita. Alice byggir á Java forritun þannig að auðvelt er að veita nemendum innsýn inn í Java í framhaldinu af Alice.

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 5. september 2018 - 16:44