Fjallahjólanámskeið fyrir 8 til 13 ára (fædd 2004 til 2008)

Hverfi: 
Nágrannasveitarfélög, Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Íþróttanámskeið, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní 2017
Aldur: 
8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára

Brettafélag Hafnarfjarðar býður uppá fjallahjólanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið fer fram í Hafnarfirði og nágrenni t.d. við Hvaleyrarvatn, í Hellisgerði, í Vífilstaðahlíð og á Víðistaðatúni. Krökkunum verður skipt upp í hópa eftir aldri og getu. Farið verður yfir grunnatriði í fjallahjólreiðum en einnig verður þeim sem lengra eru komnir leiðbeint í flóknari æfingum. Leiðbeinendur munu gefa út dagskrá fyrir námskeiðið með nánari upplýsingum um hvar á að mæta hverju sinni því það getur verið breytilegt eftir dögum. Ef veður verður leiðinlegt verður námskeiðið fært inn í Brettahúsið og þar verður farið yfir grunnviðhald á hjólum s.s. að bæta slöngur, smyrja keðju o.fl. og fræðsla um mismunandi gerðir fjallahjóla. Við mælum með því að krakkarnir komi með létt nesti í bakpoka t.d. ávexti, flatkökur eða brauðmeti og vatnsbrúsa.

 

Markmið námskeiðanna:

  • Kynna fjallahjólaíþróttina fyrir stelpum og strákum á aldrinum 6 til 13 ára
  • Hafa gaman saman á fjallahjólum
  • Læra grunnatriði í fjallahjólamennsku
  • Kynnast hjólaleiðum í nágrenni Hafnarfjarðar
  • Fyrir lengra komna, æfa flóknari æfingar
  • Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðinu er að börnin séu farin að hjóla á götum með öruggum hætti og að þau mæti á fjallahjóli með góðum bremsum og gírum í lagi (bmx hjól eða hjól með mjóum dekkjum henta ekki á þeim leiðum sem farnar verða)

 

Dagsetningar:

Námskeið 1: 19. – 23. júní kl 9:30 – 12

Námskeið 2: 26. – 30. júní kl 9:30 – 12

 

Skráning fer fram í Nora kerfinu á brettafelag.felog.is eða á mínum síðum Hafnarfjarðarbæjar á www.hafnarfjordur.is

 

Verð fyrir hvert námskeið er 15.000 kr og veittur er 10% systkinaafsláttur. Einungis 14 krakkar komast að á hvoru námskeiði fyrir sig.

 

Umsjónarmenn og leiðbeinendur á fjallahjólanámskeiðunum eru Helgi Berg, Gunnhildur Georgsdóttir og Alvar Nói Salsola ásamt hressum ungmennum frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum tölvupóstinn: fjallahjol@brettafelag.is

 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 17. maí 2017 - 13:56