Félagsmiðstöðvar fyrir 13-16 ára f.´03-´05 Sumar 2019

Hverfi: 
Grafarvogur
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð
Tímabil: 
júlí, júní
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Félagsmiðstöðvar fyrir 13-16 ára f.´03-´05 Sumar 2019

Í sumar munu félagsmiðstöðvarnar Dregyn, Fjörgyn, Sigyn og Púgyn sem tilheyra Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ í Grafarvogi bjóða upp á opnanir á mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöldum í júní og til 10. júlí.

Með starfsemi félagsmiðstöðva er verið mæta þörfum unglinga fyrir fjölbreytt frítímastarf og samveru með jafnöldrum. Rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu frítímastarfi hefur mikið forvarnargildi og styrkir unglinga til virkari þátttöku í samfélaginu.

Starfsemi félagsmiðstöðva miðar að því að bjóða öllum unglingum valkost í frítímanum undir handleiðslu hæfra starfsmanna. Félagsmiðstöðvar eru því mikilvægur vettvangur fyrir ófélagsbundna unglinga.

Boðið verður upp á sameiginlega viðburði vítt og breitt um Grafarvoginn á mánudagskvöldum 20:00-22:30. en á miðvikudagskvöldum mun vera opið í Dregyn, Fjörgyn, Púgyn og Sigyn frá 20:00-22:30. Allir viðburðir verða auglýstir á facebook síðum félagsmiðstöðvanna, instagram og á Snapchat.

Föstudaginn 7. júní verður opið í Fjörgyn frá 20:00-22:30.
Föstudaginn 14. júní verður opið í Sigyn frá 20:00-22:30.
Föstudaginn 21. júní verður opið í Dregyn frá 20:00-22:30.
Föstudaginn 28. júní verður opið í Púgyn frá 20:00-22:30.

Nánari upplýsingar hjá Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ, 411-5600,  á heimasíðunni www.gufunes.is og á www.fristund.is þegar nær dregur sumri.

Deildarstjóri: Inga Lára Björnsdóttir (inga.lara.bjornsdottir@reykjavik.is) , s: 411 5604.

Félagmiðstöðin Dregyn við Vættaskóla

Félagmiðstöðin Fjörgyn við Foldaskóla

Félagsmiðstöðin Púgyn við Kelduskóla

Félagsmiðstöðin Sigyn við Rimaskóla 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 24. apríl 2019 - 9:43