Félagsmiðstöðin Hellirinn - sumarstarf

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Breiðholt
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð
Tímabil: 
júlí, ágúst, júní
Aldur: 
11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára

 

Sumarnámskeið Hellisins 2019

Félagsmiðstöðin Hellirinn býður upp á fjöldbreytt sumarnámskeið fyrir fötluð börn í 5.-10. bekk. Í ár verða námskeið í 8 vikur og hefst sumarstarfið 11. júní n.k. Námskeiðin eru aldursskipt annars vegar fyrir 5-.7. bekk og hins vegar fyrir 8.-10. bekk.

Sumarnámskeiðin standa yfir frá 09:00 - 16:00 en einnig er hægt að óska eftir viðbótartíma frá 8:00-09:00 og 16:00-17:00 sem greitt er aukalega fyrir

 

Í sumar er boðið upp á námskeið eftirfarandi vikur:

júní

11. - 14. júní

18. - 21. júní

24. - 28. júní

júli

1. - 5. júlí

8. - 12. júlí

ágúst

6. - 9. ágúst

12. - 16. ágúst

19. - 21. ágúst

Lokað verður í Hellinum 13. júlí - 5 ágúst að báðum dögum meðtöldum

 

Skráning

Fer fram í gegnum http://www.sumar.fristund.is og er skráð fyrir vikudvöl í senn. Stil að skrá sig inn á síðuna þarf íslykil eða rafræn skilríki í farsíma.

 

Opnað verður fyrir skráningar fimmtudaginn 11. apríl n.k. kl. 10

 

Í hverri viku eru 5 pláss í boði síðan verður boðið upp á að skrá sig á biðlista.  Við gerum okkar besta til þess að taka á móti öllum sem skrá sig en því fyrr sem þið skráið ykkur – því öruggari eru þið um að komast inn.

 

Opið er fyrir skráningar á námskeið til 12:00 (hádegi) á föstudegi fyrir hvert námskeið. (t.d. opið er fyrir skráningu á námskeiðið 11-15 júní til föstudagsins 8. júní). Ef laust er á námskeið samþykkir forstöðumaður skráninguna.

 

Dagskrá

Á sumarnámskeiðunum er mikil áhersla lögð á útivist og útiveru. Reynt er að hafa dagskránna sem fjölbreyttasta. Farið er í ferðir, bæði í nærumhverfinu og út fyrir höfuðborgarsvæðið og hafa þátttakendur tækifæri til að koma hugmyndir

 

Vinnuskólinn

Sumarstarf hjá Vinnuskólanum er í boði fyrir unglinga i 8.-10. bekk. Ef unglingur í Hellinum skráir sig í Vinnuskólann býðst honum að hafa starfsstöð í Hellinum. Vinnuskólahópur Hellisins er þannig skipulagður að hálfan daginn eru unnin fjölbreytt verkefni miðað við getu og áhugasvið unglingana sem miða einnig að því að auka sjálfstæði þeirra auk þess sem unglingarnir fá hagnýtar fræðslur og hálfan daginn er skemmtileg dagskrá sem unglingarnir taka sjálfir þátt í að skipuleggja.

Ekki er nauðsynlegt að vikurnar sem unglingur vinnur séu samliggjandi en þeim þarf að ljúka á þeim vikum sem Hellirinn er opinn yfir sumartímann. Unglingar fá ekki greitt þá daga sem þeir eru veikir eða taka sér frí en mögulegt er fyrir þá að vinna það upp ef þeir eru skráðir á fleiri námskeið hjá Hellinum. Vinsamlegast athugið að dvalargjaldið er einungis fellt niður þá daga sem unglingurinn mætir s.s. ekki ef hann tekur sér frí.

Þær vikur sem unglingur er í sumarvinnu hjá Vinnuskólanum er ekki greitt dvalargjald í Hellinum.  Greitt er fyrir viðbótarstundir ef unglingur er skráður í viðbótartíma 08:00-09:00 eða 16:00-17:00.

 

o   8. bekkur fær vinnu í  3 vikur hálfan daginn (3,5 klst á dag)

o   9. bekkur fær vinnu í  3 vikur allan daginn (7 klst á dag)

o   10. bekkur fær vinnu í  3 vikur allan daginn (7. klst á dag)

Upplýsingar um laun er hægt að finna á heimasíðu Vinnuskólans: http://vinnuskoli.is/starfidh/laun

 

Við viljum taka það fram að það eru nokkur pláss í boði í hverri viku og síðan verður boðið upp á að skrá sig á biðlista.  Við gerum okkar besta til þess að taka á móti öllum sem skrá sig en því fyrr sem þið skráið ykkur – því öruggari eru þið um að komast inn. 

Athugið að ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarfi frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs.

Opið er fyrir skráningar á námskeið til 12:00 (hádegi) á föstudegi fyrir hvert námskeið (t.d. opið er fyrir skráningu á námskeiðið 11. -15. júní til föstudagsins 8. júní). Ef laust er á námskeið samþykkir forstöðumaður skráninguna.

Ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir farið í frístundamiðstöðvar (helst fyrir hádegi) og fengið aðstoð við skráningu. Ekki er hægt að skrá börn í sumarstarf í gegnum síma. Starfsfólk frístundamiðstöðva og Þjónustuvers Reykjavíkurborgar (s. 411 1111) getur þó leiðbeint símleiðis ef forráðamenn eru við nettengda tölvu.

Allar nánari upplýsingar veita þær Eva (6647684) og Marin (6955135)

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 8. apríl 2019 - 10:53