DansStöff 7-10 ára

Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Dans
Tímabil: 
janúar 2018, febrúar 2018, mars 2018
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára
Frístundakort: 

Hefst: 23. janúar
Tími: Þri og fim · kl. 15:05-16:00
Staðsetning: Ásgarður Íþróttamiðstöð
Lengd: 11 vikur
Kennslustundir: 22
Aldur: 7-10 ára
Kennari: Höskuldur Þór Jónsson

DansStöff kraftmikið og skemmtilegt dansnámskeið þar farið er um víðan völl, allt frá hip hop yfir í framkomu og leiklist. Unnið með hreyfingu á fjölbreyttan hátt og er dansgleðin er í fyrirrúmi á námskeiðinu.

Fleiri og fleiri eru farnir að uppgötva hversu gaman það er að dansa. Í dansinum eflum við styrk, fáum hjartað til að slá örar og verðum liprari og mýkri í hreyfingum. Dansnámskeiðin í Klifinu eru aðlöguð að aldri þátttakenda og áhugasviði. Þátttakendur á öllum námskeiðunum taka virkan þátt í sköpuninni og styrkja um leið líkamsvitund og jákvætt viðhorf til dansins.

Markmiðið með námskeiðinu er að kynna dansinn sem skemmtilega hreyfingu þar sem hver og einn getur dansað á sínum forsendum. Námskeiðin eru fyrir byrjendur og lengra komna. Mismunandi danskennarar sjá um kennsluna í DansStöffinu og fer innihald hvers námskeiðs eftir áhugasviði og sérstöðu hvers kennara fyrir sig.

Verð: 36.400 kr. 

Hugmyndfræði Klifsins:

Hugmyndafræði Klifsins byggir á eflandi kennslufræði. Við leggjum okkur fram við að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl hvers og eins til að efla trú á eigin getu.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 28. desember 2017 - 13:09