Commercial

HipHop
Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Dans
Tímabil: 
september 2017, október 2017, nóvember 2017
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri
Frístundakort: 

Commercial: á við um dansa sem eru áberandi í skemmtanaiðnaðinum víðsvegar í heiminum og eru vinsælir í tónlistarmyndböndum,  á tónleikum, auglýsingum, viðburðum, í danskvikmyndum og -þáttum. Commercial á við um dansa sem eru í tísku hverju sinni og eru margar danstegundir notaðar og falla undir þennan flokk eins og hip hop, jazz, jazzfunk, locking, popping, break, krump, street eða svokallaðir götudansar sem voru þróaðir á götum New York borgar o.flr. Fjölbreytnin er því mikil og jafnvel hefur verið blandað saman ballett og samkvæmisdönsum. Heilt á litið hefur Commercial mikið skemmtanagildi og er sá dansstíll sem nýtur mestrar vinsældar á alþjóðlegum vettvangi. Commercial er einnig sá dansstíll sem dansstúdíó víðsvegar í heiminum bjóða æ meira upp á þar sem dansstíllinn gerir miklar kröfur til þess að dansari geti tileinkað sér ólíka dansstíla. Þannig eykur það hæfni dansarans og kemur sér sérstaklega vel fyrir atvinnudansara þar sem mikil eftirspurn er eftir þessum dansstíl í afþreyingargeiranum

KENNARI: Nanna Ósk
14 vikna námskeið.
Kennt 2 í viku.
Nemendum býðst að vera 3 svar í viku og velja
tæknitíma (Spuni, Nútímadans, ballet og jazz.)

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 3. ágúst 2017 - 14:03