Bogfimiæfingar 10-18 ára haust 2019

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Annað, Íþróttir
Tímabil: 
júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára
Frístundakort: 

Æfingar 10-18 ára

Per mánuð 15.000.kr
Haust önn Júlí til Desember. 60.000.kr (6 mánuðir)

Hópur 1 þjálfaratímar byrjendur: þriðjudaga og fimmtudaga 16:00-17:30

Hópur 2 þjálfaratímar lengra komnir (með eigin búnað): mánudaga og miðvikudaga 16:00-17:30 (frjáls æfing alla aðra tíma á opnunartíma Bogfimisetursins)

Æfingarnar eru haldnar í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2 Reykjavík

Ekki er skylda að mæta í alla hópa þjálfaratíma. Þeir tímar eru settir upp svo að fólk geti fengið kennslu og ráðgjöf og æft sig svo á milli. (oftast er kennari/þjálfari við á öðrum tímum á opnunartíma, við erum líka mjög sveigjanleg og aðlögum okkur að ólíkum þörfum einstaklinga og fjölskyldna)

Hægt er að nota frístundakort eða stéttarfélags íþróttastyrki til að greiða fyrir æfingarnar.

Hægt er að greiða fyrir æfingarnar á staðnum eða með því að leggja inn á KT: 710812-0550 RN: 0331-26-007108. Það er hægt að skrá námskeið í mánaðarlega áskrift á kreditkort.
ATH að námskeiðin eru ekki endurgreidd.

Markmið æfingana er að kenna iðkenndum allt sem þeir þurfa að vita um íþróttina svo að þeir geti keypt eigin búnað og verið sjálfbjarga með viðhald á honum. Einnig að taka þátt í innlendum og erlendum keppnum með sérstakt viðmið að undirbúa krakkana á æfingunum fyrir Norðurlandameistaramót Ungmenna 2020 (í byrjun Júlí 2020) ef vilji og áhugi er fyrir hendi.

Á æfingunum vinnum við með krökkunum meira sem einstaklingum frekar en sem hóp og setjum markmið og áherslur miðað við hvern einstakling fyrir sig.

Á námskeiðinu hefurðu aðgang að mjög basic byrjendabúnaði og við mælum almennt með því að flestir kaupi sinn eigin búnað eftir sirka fyrsta mánuðinn. Fáðu ráð hjá þjálfaranum um hvaða búnaður hentar þér.

Ef þú hefur áhuga og ert ekki viss um eitthvað endilega hafðu samband við okkur bogfimisetrid@bogfimisetrid.is

Til að kaupa boga þarf að vera í íþróttafélagi og leyfi frá lögreglustjóra (þegar þú kaupir boga í gegnum búðina okkar, þá sjáum við um það fyrir þig, þú þarft bara að velja boga. Allt annað en boga má kaupa án leyfis)

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 1. ágúst 2019 - 13:42