Barnanámskeið GO

Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Golf, Íþróttanámskeið, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní 2019, júlí 2019, ágúst 2019

Á sumrin hefur Golfklúbburinn Oddur í samstarfi við PGA kennara golfklúbbsins staðið fyrir vel sóttum barnanámskeiðum fyrir okkar yngstu kylfinga. Námskeiðin hafa þótt heppnast afskaplega vel og fjölgun hefur verið ár frá ári á námskeiðunum.

Við hvetjum félagsmenn sérstaklega til þess að koma með börn sín, barnabörn og vini þeirra á námskeið hjá okkur og lofum því að þau eru í góðum höndum þar sem menntaðir PGA kennarar sjá alltaf um kennsluna ásamt góðum aðstoðarmönnum. Verð á námskeiðin hefur verið stillt í hóf undanfarin ár, félagsmenn sem skrá sín börn eða barnabörn á námskeiðin fá 20 % afslátt, veittur er systkynaafsláttur og afsláttur ef börnin sækja fleiri en eitt námskeið.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 15. maí 2018 - 13:51