Barna- og unglingabox

Hnefaleikafélag Kópavogs, barna- og unglingabox
Hverfi: 
Kópavogur
Efnisflokkur: 
Íþróttir, Sjálfsvarnaríþróttir
Tímabil: 
janúar 2018, febrúar 2018, mars 2018, apríl 2017, maí 2017
Aldur: 
5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára
Frístundakort: 

Barnabox 5-11 ára er kennt mánudaga og miðvikudaga 16:30 – 17:15.
Farið er í gegnum grunnatriðin í ólympískum hnefaleikum á hraða hvers og eins.
Á námskeiðinu er lagt upp með hópefli í gegnum leiki og að hver og einn njóti sín í tímanum.
Styrkur, sjálfsöryggi, vitund, virðing, agi og ábyrgð eru algeng gildi sem krakkarnir læra í gegnum hnefaleikaíþróttina. Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og hafa gaman.
 

Unglingabox 12-16 ára er kennt þriðjudaga og fimmtudaga 16:30 – 17:30.
Farið er í gegnum grunnatriðin í ólympískum hnefaleikum.
Dagskráin er byggð upp til að kenna tækni sem miðast við getu, lipurð og sveigjanleika einstaklingsins í skemmtilegu, vingjarnlegu og gagnvirku umhverfi.
Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og hafa gaman.

Byrjendabox 17-18 ára er kennt mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 18:00 - 19:00.
Farið er í gegnum grunnatriðin í ólympískum hnefaleikum skref fyrir skref.
Hér er meira lagt upp úr undirbúningi einstaklingsins í framhaldstímum og að byggja upp áhuga og skilning á íþróttinni. 
Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og hafa gaman.

Nánari upplýsingar

Skráðu þig eða barnið þitt með því að senda nafn, kennitölu og símanúmer á vbc@vbc.is eða hringja í síma 537 1101.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 29. desember 2016 - 17:17