Bangsafimleikar

Íþróttafélagið Gerpla, bangsatímar
Hverfi: 
Kópavogur
Efnisflokkur: 
Fimleikar, Íþróttir
Tímabil: 
janúar 2018, febrúar 2018, mars 2018, apríl 2017, maí 2017, júní 2017
Aldur: 
2 ára

Á vorönn 2017 verða bangsafimleikar nýjung hjá Gerplu en boðið verður uppá hreyfistund fyrir 1,5-2,5 ára börn. Á vorönn er stefnt að tveimur átta skipta námskeiðum.

Bangsafimleikar er íþróttaskóli ungbarna þar sem börnin mæta með foreldrum sínum til æfinga og foreldrar aðstoða börnin að fara í gegnum einfalda upphitun og síðan þrautabrautir um salinn sem hafa verið sérstaklega settar upp fyrir þau. Foreldrarnir eru með börnum sínum allan tímann í salnum og aðstoða þau. Lögð er áhersla á leik, hreyfiþjálfun, jákvæða upplifun barnanna og rólega samverustund með foreldrum. Börnin læra að upplifa umhverfið í salnum, á líkamann sinn og fá útrás fyrir hreyfiþörfina.

Í þessum tímum aðstoða foreldrar börnin sín í gegnum æfingar undir leiðsögn þjálfara. Ekki er gert ráð fyrir systkinum í tímum.

Þjálfari í bangsafimleikum er Gylfi Guðmundsson íþróttakennari.

Heimasíða

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 29. desember 2016 - 10:35