Ballettnámskeið fyrir 7-18 ára - Grunnstig

Hverfi: 
Seltjarnarnes
Efnisflokkur: 
Dans, Íþróttir, Sköpun
Tímabil: 
september 2019, október 2019, nóvember 2019, desember 2019, janúar 2019, febrúar 2019, mars 2019, apríl 2019, maí 2019
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára
Frístundakort: 

Markmið skólans er að skapa umhverfi og hæfilega áskorun fyrir nemendur til að njóta danslistarinnar og þroska hæfileika sína.

Ástundun nemanda eykst frá stigi til stigs og þeir eru kynntir fyrir fleiri námsgreinum. Áherslur kennara eru að veita einstaklingnum þjálfun og faglega leiðsögn við hæfi.

Nám er bæði í klassískum ballett, táskóm og nútimadansi.

Í lok hvers árs er haldin nemendasýning. Það taka allir nemendur skólans þátt í nemandasýningunni á einn eða annan hátt. Mikill og skemmtilegur undirbúningur er fyrir hverja sýningu. Nemendur læra dansa sem þeir sýna úr þekktum dansverkum. Þar læra nemendur skólans öguð vinnubrögð.

Það er mikil upplifun og frábær tilfinning að stíga á svið í góðum vinahópi. Það fylgir einnig mikið stolt og gleði að upplifa yngri kynslóðina spreyta  sig á svona stórum stundum.

 

7-8 ára

Þriðjudagar og fimmtudagar kl.17:10-18:00

9 til 10 ára

Þriðjudagar og fimmtudagar kl.16:00-17:10

11 til 12 ára

Mánudagar og miðvikudagar kl.16:00-17:10

13 til 14 ára

Mánudagar og miðvikudagar kl.17:10-18:40

15 ára og eldri

Mánudagar og miðvikudagar kl.18:40-20:10

 

Verðskrá fyrir önn:

Forskóli
1 sinni i viku: 29.200 isk
Systkini no 2.: 26.200 isk
Frítt fyrir önnur systkini.

Grunnskóli
2-3 sinnum í viku: 52.200 isk
Systkini no 2: 46.500 isk
Frítt fyrir önnur systkini.

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 10. september 2018 - 10:32