Ballett fyrir 3-6 ára

ballettnámskeið fyrir börn
Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Dans, Sköpun
Tímabil: 
janúar 2018, febrúar 2018, mars 2018
Aldur: 
2 ára, 3 ára, 4 ára, 5 ára, 6 ára, 7 ára
Frístundakort: 

Hefst: 27. janúar
Tími: lau · kl. 9:20 - 10:05 / 10:15-11:00
Staðsetning: Ásgarður Íþróttamiðstöð
Lengd: 11 vikur - 11 skipti
Kennslustundir: 11
Aldur: 3-4 ára / 5-6 ára
Verð: 27.900 kr.

Ballet er grunnur að öllum dansi og í ballet læra nemendur jafnvægi, samhæfingu og taktvísi. Börnin öðlast styrk og læra fallegar hreyfingar. Ballet hjálpar dönsurum auk þess til þess að læra framúrskarandi tækni, fá betri líkamsvitund og sjálfsstjórn.

Á námskeiðinu læra nemendur grunnhreyfingar í balletdansi í gegnum ævintýri, leik, tónlist og spuna þar sem börnin eru virkir þátttakendur í sköpuninni. Í tímunum eru gerðar liðleikaæfingar, teygjur, ballettstöður og einfaldar hreyfingar í listdansi.

Hugmyndfræði Klifsins:

Hugmyndafræði Klifsins byggir á eflandi kennslufræði. Við leggjum okkur fram við að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl hvers og eins til að efla trú á eigin getu.

Andrea Urður Hafsteinsdóttir

Andrea Urður er úr Garðabænum, hefur starfað sem danskennari í Klifnu frá 2014 og sá einnig um Skapandi sumarfjör sumarið 2016. Andrea útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 2016. Hún hóf ballettnám 5 ára hjá Sigríði Ármann. Hún stundaði nám við Listdansskóla Íslands frá 2005. Nú dansar hún með FWD- Youth company sem er dansflokkur fyrir unga dansara. Andrea stundar einnig nám við Háskóla Íslands.

Júlí Heiðar Halldórsson
Dans- og leiklistarkennari

Júlí Heiðar stundar nám í leiklist í Listaháskóla Íslands. Júlí Heiðar hefur kennt dans síðastliðin fimm ár. Hann hefur auk þess komið að tónlist og leiklist m.a. í Mary Poppins og kvikmyndinni Webcam sem kom út á síðasta ári.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 28. desember 2017 - 12:08