Balletnámskeið fyrir 3. til 8 ára - Forskóli

Hverfi: 
Breiðholt
Efnisflokkur: 
Dans, Sköpun
Tímabil: 
september 2019, október 2019, nóvember 2019, desember 2019, janúar 2019, febrúar 2019, mars 2019, apríl 2019, maí 2019
Aldur: 
3 ára, 4 ára, 5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára
Frístundakort: 

Forskólinn er undirbúningur fyrir grunnnám og veitir nemendum á aldrinum 3 til 9 ára mikilvægan grunn fyrir frekara dansnám. Áherslur í forskóla eru  að kynna fyrir nemendum klassískan ballett ogað læra að beita líkama sínum á réttan hátt. Einnig að byggja upp dansorðaforða og kenna þeim að bera virðingu fyrir listinni. Á hverju skólastigi er stefnt að góðri þjálfun, aga og faglegum vinnubrögðum til að koma til móts við mismunandi námsþarfir ólíkra einstaklinga og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.

Mikið er lagt upp úr því að kennslan sé persónuleg og að kennarinn geti sinnt hverjum nemanda af kostgæfni. Þess vegna er fjöldi nemenda í hverjum hópi takmarkaður.   

Í lok hverrar annar er haldin nemendasýning sem allir nemendur skólans taka þátt í. Nemendur læra dansa sem þeir sýna í lok annarinnar. Með því læra þeir vönduð og öguð vinnubrögð. Að stíga á svið og upplifa gleði og stolt eftir miklar æfingar er yndisleg upplifun fyrir ungar og upprennandi stjörnur.

 

Forskólinn skiptist í fjórar hópa.

Kennslan fer fram á:

  • Laugardögum fyrir:

1. flokkur A og B (3-4 ára) kl. 10:00 til 10:45

2. flokkur A (5 ára) kl. 11:00 til 11:50

2. flokkur B (6 ára) kl. 12:00 til 13:00

 

  • Þriðjudögum og fimmtudögum fyrir:

3. flokkur  (7 og 8 ára) kl. 16:30 til 18:00

 

 

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 10. september 2018 - 10:33