Atvinnutengt sumarúrræði fyrir ungt fólk með fötlun eða skerta starfsgetu. 16-20 ára

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Æskulýðsstarf
Aldur: 
16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri

Verkherinn

Atvinnutengt sumarúrræði fyrir ungt fólk með fötlun eða skerta starfsgetu.16-20 ára (1997-2000)

Flest okkar fara út á almennan vinnumarkað einhvern tíman á lífsleiðinni. Sumarúrræðið er mjög góður undirbúningur fyrir það sem koma skal og gefur ungmennunum tækifæri á að prufa nokkra vinnustaði og taka þátt í skemmtilegu námskeiði.

Mæting er 8:30 í Húsið að Staðarbergi 6. Farið er svo þaðan út í fyrirtækin og unnið þar  til ca. 13:00.  Starfsmenn fá greitt eftir taxta vinnuskólans. Eftir hádegi er ýmiskonar tómstundastarf til kl.16, en þá er formlegum degi lokið. Húsið er opið til kl.17.

Umsjón með starfinu er í höndum Þórdísar Rúriksdóttir þroskaþjálfa sem hefur reynslu af starfi með fötluðu fólki. Þórdís stýrir Vinaskjóli sem er lengd viðvera fyrir fötluð ungmenni á framhaldsskólaaldri sem er staðsett í Húsinu og Geitungunum sem er nýsköpunar og starfsþjálfun fyrir ungt fólk með fatlanir sem lokið hafa starfsbraut.

Starfið er í 10 vikur, það hefst 29. maí og því lýkur 4.ágúst. Þátttakendum býðst að sækja um 6-8 vikur af þessum tíma. 16-18 ára býðst  6 vikur eða 120 vinnustundir, 18-20 ára býðst 8 vikur eða 160 vinnustundir. Sótt er um á mínum síðum á hafnarfjordur.is og opið er fyrir umsóknir 15.mars til 4. apríl

Fljótlega eftir að umsóknir byrja að berast verður hver og einn boðaður í viðtal.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís í síma 565-5100,664-5745 eða í netfang thordisru@hafnarfjordur.is

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 5. maí 2017 - 15:15