Árbær | Skapandi Skrif

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun, Sumarnámskeið
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Ótrúlega spennandi sumarsmiðja í skapandi skrifum með Bergrúnu Írisi verður haldin á Borgarbókasafnini í Árbæ dagana 11. - 14. júní frá 10-12.30 . Á námskeiðinu fara krakkarnir í stórskemmtilegt ferðalag um ævintýraheim bókagerðar þar sem kafað er í hugmyndaleit, persónusköpun, myndstiklugerð. Í lok námskeiðs fer hver þátttakandi heim með handgerða bók sem sýnir vel styrkleika og persónuleika hvers barns þar sem það stígur sín fyrstu skref sem rithöfundur.

ATH skráning er nauðsynleg vegna fjöldatakmarkana.

Námskeiðið er ókeypis og skráning fer fram hér: https://forms.gle/BsbJTzxrnmntFqs5A

Rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur sérstakt lag á að vinna með börnum á öllum aldri. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra, skrifað sex bækur og myndskreytt tugi bóka sem margar hafa slegið í gegn.

Frekari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 14. maí 2019 - 12:37