Aldraðir: opið hús

Hjallakirkja, aldraðir
Hverfi: 
Kópavogur
Félag: 
Efnisflokkur: 
Annað
Aldur: 
19 ára og eldri, Eldri borgarar

Opið hús í Hjallakirkju er samvera eldri borgara í hádeginu annan hvern fimmtudag. Þar hittumst við í safnaðarsalnum og borðum saman hádegismat sem seldur er á vægu verði. Gjarnan er farið með gamanmál eða fengnir gestir í heimsókn á þessum stundum. Oftar en ekki kemur fyrirlestur, hugleiðing eða ferðasaga frá þátttakendum opna hússins. Við endum svo alltaf með helgistund í kirkjunni. Miðað er við að samveran hefjist kl. 12 og ljúki svo um kl. 14.

Nánari upplýsingar

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 6. janúar 2017 - 9:25