AKSTURSÍÞRÓTTANÁMSKEIÐ

GTA
Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Félag: 
Efnisflokkur: 
Annað
Tímabil: 
janúar
Aldur: 
11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára

Fyrirkomulag: Námskeiðið stendur yfir í 10 vikur, frá 7. janúar – 13. mars 2019

Hver kennslustund er 90 mínútur. Kennt er á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum samkvæmt eftirfarandi stundartöflu;

 • krakkar (11 – 13 ára)
  • krakkahópur 1 – mánudagar 15.00 – 16.30
  • krakkahópur 2 – mánudagar 16.30 – 18.00
 • unglingar (14 – 16 ára)
  • unglingahópur 1 – þriðjudagar 15.00 – 16.30
  • unglingahópur 2 – þriðjudagar 16.30 – 18.00
 • ungmenni (17 – 18 ára)
  • ungmennahópur 1 – miðvikudagar 15.00 – 16.30
  • ungmennahópur 2 – miðvikudagar 16.30 – 18.00

 

Fyrir hverja: Námskeiðið er hugsað fyrir krakka, unglinga og ungmenni á aldrinum 11-18 ára. Lágmarks fjöldi þátttakenda er 8 en hámarksfjöldi 48.

Kennslustaður: GT Akademían, Ármúla 23, 108 Reykjavík.

Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu munu nemendur læra grundvallar atriði akstursíþrótta. Farið verður ítarlega yfir reglur og íþróttamannslega hegðun í akstursíþróttum. Nemendur læra um mismunandi tegundir mótorsports og grundvallaratriði varðandi akstur bifreiða og hvernig bifreiðar haga sér á miklum hraða. Markmiðið er að námskeiðið veiti góðan undirbúning fyrir þátttöku í raf-sports (e-sports) keppnum bæði hérlendis og erlendis, og virki hvetjandi fyrir þáttakendur að stunda akstursíþróttir í framtíðinni í raunheimum.

Akstur í hreyfihermum er kemst mjög nálægt upplifun á akstri í raunheimum. Nemendur munu verða hæfari að stjórna bíl í raunheimi og munu verða betur undirbúnir til að takast á við óvæntar aðstæður í almennum akstri og bregðast rétt við. 

Námskeiðsgögn: 

Kostnaður: Námskeiðið kostar kr. 65.000

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 8. maí 2019 - 9:16