8-11 ára Leirrennsla og mótun

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Seltjarnarnes
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
janúar 2019, febrúar 2019, mars 2019
Aldur: 
8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára
Frístundakort: 

Kennt á þriðjudögum kl. 15:00 - 17:15

Tímabil: 16. janúar - 24. apríl

Nemendur þjálfast í rennslu og mótun leirs. Rennsla krefst nokkurrar þjálfunar og einbeitingar en nemendur á þessum aldri eiga gott með að tileinka sér aðferðina. Möguleikar leirrennslu auka skilning nemenda á umhverfi sínu og auðga efnistilfinningu þeirra. Með því að skilja þessu sígildu aðferð við mótun leirs fá nemendur skilning á hvernig fjölmargir hversdagslegir hlutir í kringum þá eru gerðir. Nemendur munu renna nytjahluti og gera óhlutbundnar tilraunir. Inn í námskeiðið fléttast einnig mótun og útbúa nemendur allt frá ævintýralegum ljósum til geimskipa, og annarra nauðsynlegra hluta.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 11. janúar 2018 - 10:31