6-9 ára Myndlist og hljóðheimar

Efnisflokkur: 
Myndlist, Sumarnámskeið
Tímabil: 
ágúst 2017
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára

Vikulangt námskeið kennt 8.-11. ágúst kl.9:00-12:00.

Við munum skoða heim hljóðfæra og búa til okkar eigin, einstaka hljóðfæri. Við munum mála, klippa, líma og spila. Nemendur fá tækifæri til að skoða og smíða hljóðfæri úr hversdagslegum hlutum sem eru allt í kringum okkur - hvort sem það er í geymslunni eða úti í náttúrunni. Við munum vinna með hin ýmsu sérsmíðuðu hljóðfæri þó hugmyndaflug nemenda muni fyrst og fremst ráða förinni.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 25. júlí 2017 - 13:23