4-6 ára Margt smátt - pöddur og pínulitlar verur f.h.

Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
júní 2019
Aldur: 
4 ára, 5 ára, 6 ára

Tímabil: 11. - 15. júní

Dagar: Mán-fös

Tími: 9-12

Á námskeiðinu verða unnin fjölbreytt verkefni í tengslum við skordýr og smáverur í öllum mögulegum myndum. Farið verður í leiðangra í nærumhverfi skólans til að safna „sýnum“ og efniviði, og leitað fanga bæði í sarpi listasögunnar og vísindanna. Þannig verður leitast við að þjálfa nemendur í að taka eftir og horfa eftir hinu örsmáa í umhverfi okkar, og það sett í samhengi við hlutverk skordýra og örvera í lífríkinu. Einblínt verður á ferlið ekki síður en útkomuna og ólíkum aðferðum og efnum beitt við að skoða viðfangsefnið, svo sem teikningu, prenti, samklippi og skúlptúr, textíl, náttúrulegum litarefnum og stækkunarglerjum svo eitthvað sé nefnt.

 

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 4. maí 2018 - 11:55