4-5 ára Myndlist

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
september 2018, október 2018, nóvember 2018, desember 2018
Aldur: 
4 ára, 5 ára
Frístundakort: 

Á námskeiðinu eru unnin fjölbreytt verkefni þar sem nemendur vinna með ýmis ólík efni. Verkefnin sem eru lögð fyrir byggja á grundvallaratriðum sjónlista í tvívídd og þrívídd; formi, lit, áferð, ljósi og skugga. Markmiðið er að þjálfa sjónræna athygli barnanna, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu, ásamt því að þroska almenn vinnubrögð og tilfinningu fyrir formi og efni. Leitast er við að kveikja áhuga á myndgerð og formhugsun í víðara samhengi, m.a. í gegnum listasöguna.

Kennt er einu sinni í viku í 13 vikur.

Kennsludagar í boði:

Þriðjudagar kl. 15:15-17:00

Miðvikudagar kl. 15:15-17:00

Laugardagar kl. 10:15-12:00

Laugardagar kl. 12:45-14:30

 

Skráning hefst 15. ágúst.

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 25. júlí 2018 - 12:51