13-16 ára Teikning, Málun, Grafík - Korpúlfsstöðum

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
janúar 2019, febrúar 2019, mars 2019
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Frístundakort: 

Kennt á þriðjudögum kl. 17:30 - 19:55

Tímabil: 23. janúar - 08. maí

Byrjað verður á að fara í grunnatriði teikningar; mælingar með blýanti, hlutateikningu og nákvæmnisskoðun. Teikningin verður notuð sem skoðunar- og rannskóknartæki og einnig gerðar ýmsar tilraunir með hana og farið í vettvangsferðir. Í málunarhlutanum verður farið yfir ýmsar grundvallarreglur við málun varðandi efni og aðferðir, hvernig færa megi skissur yfir í málverk eftir tilfinningu sem og aðferð til að halda raunsæi mynda sem réttast. Þá verður unnið með formskynjun og möguleika málverksins til að blekkja augað og tónlist mun jafnframt skipa veigamikinn sess til að auka skilning á lita- og formfræði, s.br. hrynjandi, myndbygging (komposisjón), spuni o.fl. Nemendur kynnast einnig einföldum aðferðum í grafík.

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 12. janúar 2018 - 12:06