13-16 ára Leir og Gifsmót - Leikur að formum

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Seltjarnarnes
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
janúar 2019, febrúar 2019, mars 2019
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Frístundakort: 

Kennt á þriðjudögum kl. 17:30 - 19:55

Tímabil: 16. janúar - 24. apríl

Markmið námskeiðsins er að örva og ýta undir sköpunargleði nemandans og skilning hans á þrívíddarmótun í leir. Á námskeiðinu vinna nemendur aðallega í gifsmótagerð þ.e. þeir gera form, taka af því gifsmót og steypa það svo í leir, nemendur koma einnig með smáhluti, t.d. ljósaperu, leikfang eða önnur áhugaverð form, þeir gera gifsmót af þessum hlutum og steypa þau svo einnig í leir. Tilgangurinn er síðan að skoða hvernig við getum tengt formin saman, hvernig og hvort við náum að tengja ljósaperuna við kaffibolla eða sett háhælaða dúkkuskó undir skál o.s.frv. Nemendur kynnast vinnuferlinu frá hugmyndavinnu og skissugerð til leirmótunar, glerjunar, brennslu og framsetningu verka.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 11. janúar 2018 - 10:51