13-16 ára Gæti þetta verið linsa? Upptökur og umbreytingar

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
september 2018, október 2018, nóvember 2018, desember 2018
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Frístundakort: 

Kafað verður í ólíkar aðferðir við að taka upp myndbandsverk. Lögð verður áhersla á að nemendur hafi frelsi og tækifæri til að gera tilraunir með upptökur, og fái að prófa sig áfram með innsetningu á myndbandsverkum. Á námskeiðinu verða notuð ýmis verkfæri og tól á borð við glerhluti, spegla sem og hversdagslegri hluti til að búa til tæki til upptöku, sviðsmyndir og innsetningar. Unnið verður bæði með stutt verkefni og sjálfstæð verkefni nemenda þar sem þeir geta þróað sín eigin hugðarefni.

Kennt er einu sinni í viku í 13 vikur. 

Fimmtudagar kl. 17:30-19:55

 

Skráning hefst 15. ágúst.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 26. júlí 2018 - 15:01