10-12 ára "Youtube hrærivélin"

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun, Tölvur
Tímabil: 
september 2019, október 2019, nóvember 2019, desember 2019
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára
Frístundakort: 

Allt í kringum okkur er myndefni, og kannski hefur aldrei áður verið jafn auðvelt að nálgast allskonar myndrænan efnivið eins og núna. Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á að aðstoða nemendur við að leita leiða til að nýta sér þetta framboð myndefnis á skapandi hátt. Unnið verður með stafrænt efni og nemendum sýnt hvernig hægt er að búa til ný kvikmyndaverk úr nánast hverju sem er, til dæmis myndböndum af YouTube, tölvuleikjum, gömlum kvikmyndum, ljósmyndum, hljóði og fleiru og sýndar leiðir til að nálgast fundið efni. Á námskeiðinu verður farið í kvikmyndaklippingu, einfalda hljóðvinnslu, og við ræðum um þær tengingar sem við gerum á milli myndefnis, hljóðs og texta, rytma í klippingu og svo framvegis. Sýnd verða dæmi um videóverk og kvikmyndir sem hafa nýtt sér fundið efni, bæði að hluta og að fullu. Kynnt verða einning grunnatriði í Adobe myndvinnslu forritum. 

Kennt er einu sinni í viku í 13 vikur.

Þriðjudagar kl. 15:00-17:15

 

Skráning hefst 15. ágúst.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 26. júlí 2018 - 13:54