10-12 ára Video- og hreyfimyndagerð

Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun, Tónlist, Tölvur
Tímabil: 
september 2017, október 2017, nóvember 2017, desember 2017
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára

Kennt: 13. sept - 6. des. Miðvikudagar kl. 15:00-17:15

Skoðaðar verða ýmsar ólíkar leiðir til að vinna með vídeómiðilinn og hreyfimyndaformið. Skoðuð verða myndbandsverk og hreyfimyndir eftir aðra listamenn og rýnt í hvernig nánasta umhverfi þeirra hefur haft áhrif á listsköpun þeirra. Í kjölfarið skoðar nemendahópurinn umhverfi sitt og hvernig hægt er að vinna með það til að skapa sín eigin verk á sinn hátt.

Nota má allt frá ljóði, popptexta, myndum af verkum annarra eða ljósmyndum úr eigin myndaalbúmi sem efnivið, og allt þar á milli. Nemendur prófa sig einnig áfram með ólík efni í hreyfimyndagerð, svo sem fundið efni, teikningu, pappír, leir, tré, ljós og skugga. Nemendur gera alls kyns æfingar: endurgera verk eftir aðra listamenn, vinna út frá sögum sem þeir þekkja, gera stuttar örmyndir í klippimyndastíl, kennslumyndbönd og ýmislegt fleira sem okkur dettur í hug í sameiningu.

Lögð verður áhersla á að kenna nemendum hvernig vinnuferlið er allt frá hugmynd að fullbúnu verki. Þeir munu sömuleiðis prófa sig áfram við notkun ýmiskonar tækja: lítilla myndavéla, vídeóvéla, síma og iPad. Við notum Videopad forritið til þess að klippa og setja saman myndir og Monkeyjam til þess að taka upp hreyfimyndir. En bæði þessi forrit eru svokölluð "open source" forrit sem hlaða má niður ókeypis.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 7. september 2017 - 10:02