10-12 ára Tölvuteiknin og rafræn list

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun, Tölvur
Tímabil: 
september 2019, október 2019, nóvember 2019, desember 2019
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára
Frístundakort: 

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á stafræna myndvinnslu í tölvu. Nemendur læra grunnatriði í forritum eins og Illustrator og Photoshop en þau geta opnað stórbrotna ímyndunarheima sem tengjast til dæmis myndskreytingum, tölvuleikjum og teiknimyndagerð. Nemendur búa til sín eigin verkefni þar sem blandað er saman teikningu og tölvuvinnslu og kafa þannig dýpra inn í þá möguleika sem tölvan hefur upp á að bjóða. Kynntir verða stafrænir listamenn sem sérhæfa sig í að nota tölvutækni við myndvinnslu.

Kennt er einu sinni í viku í 13 vikur.

Fimmtudagar kl. 15:00-17:15

 

Skráning hefst 15. ágúst.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 26. júlí 2018 - 13:48