10-12 ára Teikning og skúlptúr fh

Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
júní 2019
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára

Tímabil: 18.-22. júní

Dagar: mán-fös

Tími: 9-12

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á fjölbreytta efnisnotkun í þrívídd ásamt mismunandi aðferðum í teikningu. Þátttakendur kynnast aðferðum ýmissa myndlistamanna sem hafa unnið með náttúrulegan efnivið í verkum sínum. Samband hugar og handar æft með mismunandi teikniaðferðum og leikjum. Teiknað með báðum höndum, speglateikningar í anda hraðteikninga Dieter Roth, einstaklings- og samvinnuteikningar, hlutir teiknaðir eftir snertingu og lykt, horft og teiknað, teiknað út frá sjónlýsingum.

 

 

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 23. apríl 2018 - 15:11