10-12 ára Teikning og málun - Korpúlfsstaðir

Hverfi: 
Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
september 2019, október 2019, nóvember 2019, desember 2019
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára
Frístundakort: 

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á grunnatriði í teikningu og málun og myndverk og æfingar unnar í mismunandi efni og áhöld. Unnið verður með hugtök eins og form, áferð, ljós og skuggar, litablöndun, myndbygging o.fl. Unnið verður innan og utan dyra og nánasta umhverfi nýtt í hugmyndavinnu verkefna ásamt því að skoða valin dæmi úr listasögunni sem tengjast verkefnunum. Lögð er áhersla á skapandi hugsun og persónulega tjáningu.

Kennt er einu sinni í viku í 13 vikur.

Miðvikudagar kl. 15:00-17:15

 

Skráning hefst 15.ágúst

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 25. júlí 2018 - 13:30