10-12 ára Sumar, sól og list

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
júní 2019
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára

Þema námskeiðsins er náttúran, borgarlandslagið og sumarið. Unnið verður innan- og utandyra með mismunandi efni og aðferðir bæði tvívíð og þrívíð verkefni. Þemað verður lauslega tengt hugmyndum um sjálfbærni og öll verkefnin tengjast verkum úr listasögunni á einhvern hátt, jafnrétti og málefnum samtímans. Á námskeiðinu er lögð áhersla á einstaklingsbundna tjáningu en einnig á samvinnu, hlustun, athugun, hugleiðingar og ígrundun.

24.-28.júní kl. 9-12

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 11. apríl 2019 - 12:29