10-12 ára Stelpur myndasögur og myndrænar frásagnir

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Seltjarnarnes
Efnisflokkur: 
Annað, Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
janúar 2018, febrúar 2018, mars 2018
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára
Frístundakort: 

Kennt á föstudögum kl. 15:00 - 17:15

Tímabil: 12. janúar - 20. apríl

Farið er í handritsgerð, myndbyggingu, sköpun persóna, áhöld og fleira. Notuð eru mismunandi verkfæri til myndasögugerðar. Sögupersóna er sköpuð og búnar til stuttar myndasögur eða myndabók í mismunandi stílum og aðstæðum. Skoðuð verða verk frægra teiknara og hvernig þeirra vinna er við myndasögugerð. Lögð er áheyrsla á að nemandi skapi sem mest sjálfur með hjálp kennarans. Skoðaðar verða myndskreyttar bækur af ýmsum gerðum, ekki eingöngu myndasögubækur. Teknar verða fyrir smásögur til að búa til myndasögur/myndskreyttar sögur.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 11. janúar 2018 - 10:48