10-12 ára Myndlist

Efnisflokkur: 
Myndlist
Tímabil: 
september 2017, október 2017, nóvember 2017, desember 2017
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára

Kennt: 18. sept - 11. des. Mánudögum kl. 15:00-17:15

Unnin verða fjölbreytt verkefni sem byggja á grundvallaratriðum sjónlista í tvívídd og þrívídd; formi, lit, áferð, ljósi og skugga. Við förum í stuttar vettvangsferðir og gerum náttúrurannsóknir og söfnum efnivið. Síðan vinnum við með efniviðinn í fjölbreyttum verkefnum sem dæmi teikningu, grafík, bókverkum og í þrívíð form og rými í mismunandi efni. Lögð er áhersla á skissu-, hugmyndavinnu og skráningu sem myndræn sköpun byggist á.  Leitast er við að skapa grunn sem nemendur geta nýtt sér til frekari einstaklingsbundnar sköpunar og hugmyndaauðgi.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 12. september 2017 - 15:29