10 - 12 ára Listmálun með Halldóri Ragnarssyni á Kjarvalsstöðum

Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun, Sumarnámskeið

Listmálun fyrir börn á aldrinum 10-12 ára - 18.-21. júní 2019 með Halldóri Ragnarssyni á Kjarvalsstöðum – Skráning hafin

Hvernig málar maður alvöru málverk ? Námskeiðið er ætlað byrjendum í málaralist þar sem farið er í undirstöður listmálunar.  Nemendur fá að skoða mismunandi tækni og áhöld, fá að heyra sögur af listamönnum og auðvitað að mála sitt eigið málverk. Námskeiðið fer fram á Kjarvalsstöðum og allur efniviður innifalin í verðinu. Þátttakendur þurfa aðeins að mæta í fötum sem mega fá slettur á sig og gott að hafa smá hressingu meðferðis.

 

Leiðbeinandi: Halldór Ragnarsson myndlistarmaður

Námskeiðsgjöld eru 16.000,-

Fer fram á Kjarvalsstöðum dagana 18. – 21. júní 2019 kl. 9 – 12 – Skráningu lýkur 12.júní

Ath. takmarkaður fjöldi

 

Skráning hér: https://forms.gle/mEwSb2nLZ4nBwBvH6

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 28. maí 2019 - 15:06