10-12 ára Efnið ræður för

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
júní 2019
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára

Geta tappi og dósalok orðið blóm? Er hægt að teikna með skærum? Byggja úr pappír?

Hvað er hægt að búa til úr gosdós? Nemendur gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, skissa, teikna, klippa og gera “pop up” myndir. Unnið verður með ýmis efni sem að öllu jöfnu er hent í ruslið, dósir, tappa, pappa og annað tilfallandi efni sem mun breytast í dýrgripi.

11.-14. júní kl. 9-12

24.-28. júní kl. 9-12

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 11. apríl 2019 - 11:51