10-12 ára Draumar og veruleiki

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Myndlist
Tímabil: 
júní 2019
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára

Á námskeiðinu verður unnið með ýmsar ólíkar aðferðir í teikningu, málun og blandaðri tækni. Gerðar verða æfingar sem miða að því að þjálfa augað og farið verður í frumþætti sjónlista út frá hugmyndavinnu og skissugerð. Þá verður gefin innsýn inn í listasöguna auk þess sem myndmál samtímans verður skoðað.

Viðfangsefni námskeiðsins verður ímyndunaraflið, draumarnir, tengsl við hversdagslífið og að skoða sína innri rödd. Á námskeiðinu verður stuðlað að persónulegri sköpun og tjáningu.

18.-21.júní kl. 9-12

18.-21.júní kl. 13-16

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 11. apríl 2019 - 12:13