Tónstofa Valgerðar

Heimilisfang: 
Stórhöfði 23
110 Reykjavík
Sími: 
8622040
5612288
Netfang: 
tonsvj@mmedia.is

Tónstofa Valgerðar var stofnuð árið 1987. Í Tónstofunni fer fram tónlistarkennsla fyrir nemendur sem geta ekki tileinkað sér hefðbundna tónlistarkennslu. 

Tónstofan er eini tónlistarskólinn á landinu þar sem nemendur með sérþarfir njóta forgangs. Öll kennslan tekur mið af forsendum og þörfum hvers einstaks nemanda. Nemandi í Tónstofunni getur lagt stund á hefðbundið tónlistarnám. Hann getur einnig notið fjölþættrar tónlistarkennslu og þjálfunar sem beinist að því að efla tónnæmi hans og tónlistarfærni, bæta líðan hans og veita sköpunarþörfinni útrás. Í þessu felst sérstaða Tónstofu Valgerðar um leið og hún fylgir þeim meginmarkmiðum sem eru skilgreind í aðalnámskrá tónlistarskóla og skólanámskrá Tónstofunnar. 

Kennsla fer fram í einstaklingstímum og fámennum hópum. Bjöllukór er starfræktur svo og söng- og hljóðfærahópar. Tónstofa Valgerðar er viðurkenndur tónlistarskóli. Tekið er við umsóknum um skólavist á öllum tímum.

Sækja þarf um skólavist í Rafrænni Reykjavík www.reykjavik.is  og með því að senda tölvupóst á netfangið tonsvj@mmedia.is
Hægt er að fá nánari upplýsingar um starfið á heimasíðu skólans www.tonstofan.is og á skrifstofu hans.

Staðsetning á korti: