Myndlistaskólinn í Reykjavík

Heimilisfang: 
Hringbraut 121
107 Reykjavík
Sími: 
551 1990
Fax: 
551 1926
Netfang: 
skrifstofa@mir.is

Við Myndlistaskólann í Reykjavík er boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða í sjónlistum fyrir börn og unglinga á aldrinum 4-16 ára. Yfir vetrartímann er boðið upp á námskeið sem kennd eru einu sinni í viku en á sumrin er boðið upp á 1-2 vikna námskeið sem kennd eru fyrir eða eftir hádegi. Námskeiðin fara fram í húsnæði skólans að Hringbraut 121 en einnig er boðið upp á námskeið í útibúi skólans í frístundamiðstöðinni Miðbergi, Gerðubergi 1, og í útibúi á Korpúlfsstöðum í Grafarvogi.

Kennt er í aldursskiptum hópum; 4-5 ára, 6-9 ára, 8-11 ára, 10-12 ára og 13-16 ára. Í yngsta hópnum er hámarksfjöldi nemenda 6 börn en fjölgað er í hópum eftir því sem aldur nemendanna hækkar. Í unglingahópunum miðast hámarkið við 12 nemendur.

Barna- og unglingadeild Myndlistaskólans starfar á grundvelli markmiða sem sett eru fram með hliðsjón af Aðalnámskrá grunnskólans og í samræmi við stefnu Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Allir kennarar barna- og unglingadeildar eru háskólamenntaðir á sviði myndlistar, hönnunar eða byggingalistar og er lögð áhersla á að kennarar í barna-og unglingastarfi hafi kennsluréttindi.

Hægt er að nýta frístundakort Reykjavíkurborgar til að niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-18 ára sem eru með lögheimili í Reykjavík.  
 

Staðsetning á korti: 
Geolocation

Námskeið á vegum félags

Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Seltjarnarnes
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Seltjarnarnes
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Seltjarnarnes
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Seltjarnarnes
Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Seltjarnarnes
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Seltjarnarnes
Árbær og Norðlingaholt, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Árbær og Norðlingaholt, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur