Myndlistaskólinn í Reykjavík

Heimilisfang: 
Hringbraut 121
101 Reykjavík
Sími: 
551 1990
Netfang: 
mir@mir.is

Við Myndlistaskólann í Reykjavík er boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða í myndlistum fyrir börn og unglinga á aldrinum 4-16 ára.

Yfir vetrartímann er boðið upp á námskeið sem kennd eru einu sinni í viku. Námskeiðin fara fram í húsnæði skólans að Hringbraut 121 en einnig er boðið upp á námskeið í útibúi skólans í frístundamiðstöðinni Miðbergi. Hægt er að nýta frístundakort Reykjavíkurborgar til að niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-18 ára fyrir námskeiðin yfir vetrartímann.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Til að halda vönduð námskeið innheimtir skólinn því börn og ungmenni sem búa í öðrum sveitarfélögum um 30% af námskeiðsgjöldum til viðbótar. Skólinn mun innheimta sú upphæð samhliða námskeiðsgjaldinu við innritun.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Á sumrin er boðið upp á einnar og tveggja vikna löng námskeið fyrir börn í sumarleyfi. Kennslan fer fram daglega, ýmist fyrir eða eftir hádegi. Krökkunum er skipt í nokkra aldurshópa og þau vinna með margvísleg efni og aðferðir, bæði tvívíð og þrívíð verkefni. Auk þess er farið í vettvangsferðir og unnið utandyra að hluta. Íbúar í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum greiða sömu upphæð fyrir sumarnámskeið þegar skólinn fær ekki styrki frá Reykjavíkurborg.

Barna- og unglingadeild Myndlistaskólans starfar á grundvelli markmiða sem sett eru fram með hliðsjón af Aðalnámskrá grunnskólans og í samræmi við stefnu Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Allir kennarar barna- og unglingadeildar eru háskólamenntaðir á sviði myndlistar, hönnunar eða byggingalistar og er lögð áhersla á að kennarar í barna-og unglingastarfi hafi kennsluréttindi.

Staðsetning á korti: