Brúðubíllinn

105 Reykjavík
Sími: 
895 6151
Netfang: 
hsteff@mmedia.is

Það er tilhlökkun í Brúðubílnum því nú er að hefjast 36. sumarið sem leikhúsið starfar undir stjórn Helgu Steffensen. Brúðubíllinn er leikhús yngstu áhorfandanna en allir eru velkomnir og kostar ekki neitt. Á ferðinni eru bæði þekktar brúður eins og Lilli, Blárefurinn og auðvitað Úlli úlfur, sem er bæði hrekkjóttur og stríðinn. Í sumar ætlar hann að ræna ungunum hennar Lóu lipurtá,en við sjáum nú til hvernig það fer. Krakkarnir hjálpa alltaf til og syngja með brúðunum. Í sumar syngjum við mörg lög sem allir kunna eins og Oja,Oja,ahaha og svo líka Öxar við ána og Nú er sumar.

Við skreppum í Dúskaland, sjáum óperettuna um litina og margt fleira.

Sýnt er á gömlum gæsluvöllum og ýmsum útivistarsvæðum eins og t.d. Hallargarðinum, Árbæjarsafni og á Klambratúni. Sýningarnar eru í júní og júlí. Hver sýning tekur um 30 mínútur. Brúðubíllinn er bæði til skemmtunar og fræðslu. Göngum vel um náttúruna, verum góð við blómin og dýrin og sérstaklega við hvert annað.

Þess má geta að Brúðubíllinn sýnir í hvernig veðri sem er og aldrei hefur fallið niður sýning sökum veðurs þó oft bæði rigni og blási hressilega.

En munum samt að það eru börnin sjálf sem eru aðalatriðið. Leiksýning Brúðubílsins er oft þeirra fyrsta leikhúsferð og því mikilvægt að vel takist til. Þau taka þátt í sýningunni, syngja með og hjálpa til þegar við á.

Staðsetning á korti: 

Námskeið á vegum félags

Árbær og Norðlingaholt, Breiðholt, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær