Bogfimisetrið

Heimilisfang: 
Dugguvogur 42 (áður 2)
104 Reykjavík
Sími: 
571 9330
Netfang: 
bogfimisetrid@bogfimisetrid.is

Bogfimi er stunduð af fólki á öllum aldri.

Bogfimisetrið er opið öllum á opnunartímum og er stunduð sem tómstund eins og keila og aðrar íþróttir.
Engin kunnátta eða hæfileikar nauðsynlegir. Það getur hver sem er keypt sér tíma og fengið að skjóta.

Við mælum með að bóka tíma fyrirfram, þá er búið að taka frá braut fyrir ykkur.
Þó að oft sé pláss til að koma fólki fyrir sem kemur í Bogfimisetrið án þess að bóka tíma getur stundum verið takmarkað eða ekkert pláss í salnum vegna t.d. sumarnámskeiða, hópa, æfinga og móta. (semsagt betra að bóka og koma ekki mögulega fýluferð).

Það er hægt að bóka tíma í gegnum messenger á Facebook, email bogfimisetrid@bogfimisetrid.is eða síma 571-9330 (ath. það er bara hægt að svara á opnunartímum).

Einnig er bogfimi háklassa íþrótt og er ein af kjarna íþróttum Ólympíuleikana.

Námskeið og æfingar:
Bogfimifélagið Boginn er með æfingar og námskeið í Bogfimisetrinu.
Hægt er að finna þau námskeið sem eru í boði á boginn.is eða með því að hafa samband við boginn@archery.is

Staðsetning á korti: